Bókaverðir á Borgarbókasafninu í Sólheimum handtöldu á dögunum allar bækur safnsins til þess að komast að því hvert kynjahlutfall höfunda væri. Nú á Kvennafrídaginn, 19. júní, hafa þær birt niðurstöðurnar í skemmtilegu myndbandi. Niðurstöður talningarinnar voru á þessa leið:

1200 bækur voru eftir karla, 580 eftir konur og 1 bók var undir dulnefni. Um 33% af bókunum eru því eftir konur.

Ágiskanir sem fólk sendi inn voru nokkuð nærri lagi en einn aðili giskaði á að 581 bók væri eftir konur. Esther Ýr Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu segir kynjahlutfallið vera búið að lagast með árunum.

„Við erum með sérstök teymi innan safnsins sem ákveða hvaða bækur eru teknar inn. Við erum ekki sérstaklega að reyna að rétta við kynjahlutfall sem var í fortíðinni miklu verra af því að þá komu út miklu færri bækur eftir konur.“ Esther segir bókasöfnin endurspegla tíðarandann og jafnt og þétt jafnast hlutföllin því sífellt fleiri bækur koma út eftir konur.

Áskorunin er að fyrirmynd bókabúðar í Cleveland, Ohio þar sem niðurstöðurnar voru svipaðar. Talsvert færri bækur voru eftir konur eða um 33% svo lengi má gott bæta.