Hand­töku­skipun á Vla­dimír Pútín, Rúss­lands for­seta, var gefin út í dag af dómara Al­þjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins (ICC) fyrir stríðs­glæpi í Úkraínu. Pútin er sagður á­byrgur fyrir ó­lög­legum flutningi á börnum frá Úkraínu.

Rússar neitar öllum á­sökunum um alla stríðs­glæpi og eiga ekki aðild að Alþjóðasakamáladómstólnum. ICC telur gildar ástæðu fyrir ákærunum og hefur Pútín verið ákærður fyrir þátt­töku sína í út­flutning barna frá Úkraínu. Hann er sagður taka beinan þátt í þeim að­gerðum, á­samt því að vinna með öðrum í slíkum að­gerðum.

Talið er að Rússar hafi rænt 6.000 Úkraínskum börnum til Rúss­lands en lík­lega er sú tala hærri. Vísinda­menn frá mann­úðs­rann­sóknar­stofu Yale hafa borið kennsl á 43 búðir og að­stöðu í Rússlandi þar sem Úkraínsk börn eru flutt. Börn allt frá fjögra mánaða eru í þessum búðum og á­stæða þess talin vera pólitísk endur­menntun.

Rússar gerðu loft­á­rás á Úkraínu í seinustu viku þar sem stór hluti Kænu­garðs var án raf­magns. Rússar skutu minnst 80 flug­skeytum á borgir og bæi í Úkraínu. Í þeirri árás létust minnsta kosti níu manns. Tala látinna frá upp­hafi inn­rásarinnar er 8.000 al­mennir borgarar en þar er ein­göngu taldir þeir sem hægt er að stað­festa.