Róbert Ingi Dou­glas, upp­lýsinga­full­trúi Pírata segir í sam­tali við Frétta­blaðið að engin skemmda­verk hafi verið á skrif­stofu flokksins ný­lega en fimm skotum var skotið á glugga á Tor­tuga, skrif­stofu flokksins, í Síðu­múla 23 í Reykja­vík árið 2019. Hann segir að lög­regla hafi hand­tekið einn eða fleiri vegna málsins. Ekki náðist í lög­reglu við vinnslu fréttarinnar.

Í gær eða nótt var skotið á skrif­stofu Sam­fylkingarinnar í Sól­túni 26 í Reykja­vík að sögn Karenar Kjartans­dóttur fram­kvæmda­stjóra flokksins og fer lög­regla með rann­sókn málsins.

Jenný Guð­rún Jóns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Við­reisnar, segir ekkert sam­bæri­legt at­kvik hafa komið upp í höfuð­stöðvum flokksins í Ár­múla 42 í Reykja­vík frá því hún tók við starfinu í maí 2019. Þó hafi verið unnin skemmdar­verk á hús­næðinu á svipuðum tíma og skotið var á höfuð­stöðvar Pírata árið 2019.

Skot­á­rás gerð á Val­höll fyrir nokkru síðan

Skot­á­rás var gerð á höfuð­­­stöðvar Sjálf­­­stæðis­­­flokksins í Val­höll á Háa­­leitis­braut 1 í Reykja­­vík fyrir ein­hverju síðast og skotið hafi verið á rúður þar. Þórður Þórarins­son fram­­­kvæmda­­­stjóri Sjálf­­­stæðis­­­flokksins segir vildi ekki gefa upp hve­nær hún átti sér stað í sam­tali við Frétta­blaðið. Öryggi­gæsla við Val­höll hafi verið efld eftir á­rásina.

Sam­­­kvæmt Björgu Evu Er­­­lends­dóttur, fram­­­kvæmda­­­stjóra Vinstri grænna, og Helga Hauki Hauks­­­syni, fram­­­kvæmda­­­stjóra Fram­­­sóknar, hafa engin skemmda­­­verk verið unnin á hús­­­næði flokkanna.

Engar skemmdir hafa sömu­leiðis verið unnar á hús­næði Sósíal­ista­flokksins í Boltholti 6 Reykja­vík.

Magnús Þór Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Flokks fólksins, segir að aldrei hafi verið unnar skemmdir á hús­næði flokksins í Hamra­borg 10 í Kópa­vogi.