Róbert Ingi Douglas, upplýsingafulltrúi Pírata segir í samtali við Fréttablaðið að engin skemmdaverk hafi verið á skrifstofu flokksins nýlega en fimm skotum var skotið á glugga á Tortuga, skrifstofu flokksins, í Síðumúla 23 í Reykjavík árið 2019. Hann segir að lögregla hafi handtekið einn eða fleiri vegna málsins. Ekki náðist í lögreglu við vinnslu fréttarinnar.
Í gær eða nótt var skotið á skrifstofu Samfylkingarinnar í Sóltúni 26 í Reykjavík að sögn Karenar Kjartansdóttur framkvæmdastjóra flokksins og fer lögregla með rannsókn málsins.
Jenný Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir ekkert sambærilegt atkvik hafa komið upp í höfuðstöðvum flokksins í Ármúla 42 í Reykjavík frá því hún tók við starfinu í maí 2019. Þó hafi verið unnin skemmdarverk á húsnæðinu á svipuðum tíma og skotið var á höfuðstöðvar Pírata árið 2019.
Skotárás gerð á Valhöll fyrir nokkru síðan
Skotárás var gerð á höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á Háaleitisbraut 1 í Reykjavík fyrir einhverju síðast og skotið hafi verið á rúður þar. Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir vildi ekki gefa upp hvenær hún átti sér stað í samtali við Fréttablaðið. Öryggigæsla við Valhöll hafi verið efld eftir árásina.
Samkvæmt Björgu Evu Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra Vinstri grænna, og Helga Hauki Haukssyni, framkvæmdastjóra Framsóknar, hafa engin skemmdaverk verið unnin á húsnæði flokkanna.
Engar skemmdir hafa sömuleiðis verið unnar á húsnæði Sósíalistaflokksins í Boltholti 6 Reykjavík.
Magnús Þór Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Flokks fólksins, segir að aldrei hafi verið unnar skemmdir á húsnæði flokksins í Hamraborg 10 í Kópavogi.