Tals­verður erill var hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöld og nótt, en lög­regla sinnti hátt í hundrað málum. Fimm manns gistu fanga­geymslur lög­reglu í nótt. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu.

Lög­regla hand­tók mann í Hlíða­hverfinu laust fyrir klukkan sex í gær­kvöldi, en sá er grunaður um sölu fíkni­efna og lyfja. Við frekari rann­sókn kom í ljós að maðurinn hafði ekki land­vistar­leyfi í Evrópu og var hann fluttur á lög­reglu­stöð til skýrslu­töku.

Lög­regla fékk til­kynningu um tvær líkams­á­rásir í nótt. Sú fyrri átti sér stað í mið­borginni, en þar hafði flösku verið kastað í höfuð annars manns. Meintur gerandi var hand­tekinn og fluttur á lög­reglu­stöð, og gistir hann nú fanga­geymslu. Hinn slasaði var sam­stundis fluttur á slysa­deild og færður undir læknis­hendur. Sú síðari átti sér stað í Mos­fells­bæ og var meintur gerandi hand­tekinn á vett­vangi. Hann var fluttur til vistunar á lög­reglu­stöð í þágu rann­sóknar á málinu.

Þá voru sjö öku­menn stöðvaðir við akstur víðs vegar um borgina, en af mis­munandi á­stæðum þó. Fjórir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir á­hrifum fíkni­efna og lyfja. Við nánari skoðun fundust fíkni­efni í fórum tveggja þessara manna, sá þriðji keyrði um á nagla­dekkjum, og sá fjórði var sviptur öku­réttindum. Þeir voru allir færðir á lög­reglu­stöð til sýna­töku og látnir lausir að því loknu.

Lög­regla stöðvaði tvo öku­menn vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis. Annar þeirra reyndist hafa misst öku­réttindi sín til bráða­birgða vegna sams­konar brots.

Þá fékk lög­regla til­kynningu um tvö slys á fólki vegna raf­magns­hlaupa­hjóla. Fyrra slysið átti sér stað í Hafnar­firði laust fyrir klukkan níu leytið í gær­kvöldi. Sá reyndist slasaður á fæti og var hann fluttur á slysa­deild með sjúkra­bíl. Síðara slysið átti sér stað í Múla­hverfinu í nótt, en þar datt maður á gang­stétt og var fluttur á slysa­deild með á­verka á öxl. Maðurinn er grunaður um ölvun og var hann sendur í sýna­töku.

Rétt fyrir mið­nætti var maður hand­tekinn í Hlíðunum, grunaður um inn­brot og þjófnað í fyrir­tæki í hverfinu. Hann reyndi að hlaupa undan lög­reglu­mönnum, en án árangurs. Maðurinn reyndist vera í annar­legu á­standi og var hann færður á lög­reglu­stöð vegna málsins. Hann gistir nú fanga­geymslu.