Maður sem birti mynd­band af sér að ganga í skrokk á öðrum manni á Face­book var hand­tekinn seinni partinn í dag og hefur verið vistaður í fanga­klefa. Í mynd­bandinu sést maðurinn meðal annars kýla og sparka í höfuð annars manns sem reynir að verja sig.

Guð­mundur Páll Jóns­son, lög­reglu­full­trúi lög­reglunnar á Höfuð­borgar­svæðinu, segir að slík mál séu tekin föstum tökum. „Við förum í fullan þunga í að hand­taka geranda í slíkum málum,“ í­trekar Guð­mundur.

Hótar nauðgun

Mynd­bandið var birt á Face­book síðu mannsins sem hóf á­tökin um há­degis­bil í dag og hefur enn ekki verið fjar­lægt. Mennirnir sem sjást í mynd­bandinu virðast ekki vera alls­gáðir þegar það er tekið en aldrei sést í manninn sem tekur mynd­bandið upp.

Á­rásar­maðurinn í mynd­bandinu heyrist segja fórnar­lambi sínu að mynd­bandið verði birt á sam­fé­lags­miðlum. Hann heyrist einnig hóta við­komandi og á einum tíma­punkti biður á­rásar­maðurinn þann sem mundar mynda­vélina um að fara með manninn sem sætir á­rásinni inn á klósett og „ríða honum í rass­gatið.“

Guð­mundur segir málið vera í rann­sókn lög­reglu og telur að sá grunaði verði látin fjar­lægja mynd­bandið af sam­fé­lags­miðlum.