Þrír eru í fanga­klefa lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu síðan í gær vegna mála sem eru til rann­sóknar hjá þeim. Fram kemur í dag­bók lög­reglunnar að einn hafi verið hand­tekinn vegna rann­sóknar á þremur líkams­á­rásum en ekkert fjallað um hina tvo.

Hljóp af vettvangi en fannst ekki

Þá sinnti lög­reglan einnig öðrum verk­efnum en í mið­borginni var til­kynnt um rúðu­brot í verslun og sást til geranda hlaupa frá vett­vangi en hann fannst ekki. Einnig var til­kynnt um þjófnað á síma og til­kynnt um grun­sam­legar manna­ferðir í hús í Garða­bæ eða Hafnar­firði. Þegar lög­regla kom á vett­vang var engan að sjá.