Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hand­tók karl­mann í Grafar­vogi um kvöld­matar­leytið í gær eftir að hafa haft í­trekuð af­skipti af honum þar sem hann var að valda ó­næði.

Að sögn lög­reglu var maðurinn í mjög annar­legu á­standi og er auk þess grunaður um þjófnað. Hann var fluttur í fanga­klefa en við vistun þar fundust fíkni­efni á honum.

Ró­legt var hjá lög­reglu í gær­kvöldi og í nótt en á ellefta tímanum í gær­kvöldi var bif­reið stöðvuð í mið­borginni. Öku­maðurinn er grunaður um akstur undir á­hrifum á­fengis og fíkni­efna og vörslu fíkni­efna.

Þá varð þriggja bíla á­rekstur í Hval­fjarðar­göngum á sjöunda tímanum í gær­kvöldi. Nokkrar tafir urðu á um­ferð vegna ó­happsins en sem betur fer slasaðist enginn, að sögn lög­reglu.