Karl­maður var hand­tekinn í Síðu­múla í dag eftir að hafa gengið inn í fyrir­tæki þar, að því er virtist, vopnaður skot­vopni.

„Það var til­kynnt um mann fara með skot­vopn fara með skot­vopn inn í fyrir­tæki í Síðu­múla. Við það fara á­kveðin við­brögð í gang,“ segir Ás­geir Þór Ás­geirs­son, yfir­lög­reglu­þjónn.

Hann segir að stuttu eftir að til­kynnt var um manninn hafi lög­regla, á­samt sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra, verið komin á vett­vang og hand­tóku manninn.

„Skot­vopnið reyndist vera eftir­líking, mjög raun­veru­leg eftir­líking af skot­vopni. Hann var hand­tekinn og færður á lög­reglu­stöð,“ segir Ás­geir.

Hann segir að að­gerðum sé lokið á vett­vangi og að nú hefjist rann­sókn málsins.