Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila vopnaðan byssu og sveðju í Árbæ í dag. Hann var handtekinn nokkru síðar og færður í fangaklefa lögreglu.
Fjórar tilkynningar bárust vegna óeirða í heimahúsum. Þar af voru tvenn slagsmál og eitt heimilisofbeldismál. Þrír voru handteknir og vistaðir í fangaklefa.
Þá var tilkynnt um aðila í Hafnarfirði að kasta grjóti í heimahús.