„Þó að drengurinn minn sé mjög hugaður og kjarkaður tólf ára gamall þá kom hann í mjög miklu uppnámi heim," segir Anna Heiða Gunnarsdóttir, móðir drengs, sem karlmaður beraði sig fyrir í Laugardalnum nú um kvöldmatarleytið.

Talið er að maðurinn sé sá sami og var handtekinn í gær hjá æfingasvæði Þróttar og hefur ítrekað komið við sögu á æfingasvæðinu þar undanfarna daga og á síðasta ári.

Anna Heiða segir son sinn hafa verið á heimleið af æfingu þegar atvikið átti sér stað en þjálfari drengsins hafi verið skammt frá og að sonur hennar hafi farið til hans til að fá aðstoð. Þjálfarinn hafi hringt á lögreglu. Að sögn Önnu Heiðu titraði sonur hennar og skalf við heimkomu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem börn á æfingasvæði Þróttar verða fyrir áreiti mannsins. Í­þrótta­fé­lagið Þróttur í Laugar­dag hefur gripið til þess ráðs að loka öllum nema einum að­gangi að gervi­gras­velli sínum til að reyna koma í veg fyrir á­reiti mannsins gagn­vart börnum. Eini inn­gangurinn inn á gervi­grasið frá og með deginum í dag sé aðal­inn­gangur sem er frá bíla­stæði fyrir framan fé­lags­heimilið.

Til­kynning var send til for­eldra og for­ráða­manna í dag vegna málsins. Þar segir meðal annars að borið hafi á ein­stak­ling sem heldur til í Laugar­dalnum hafi á­reitt börn og ung­linga og í ein­hverjum til­fellum berað sig fyrir framan hóp barna á leið að og fá í­þrótta­svæði fé­lagsins. Ein­stak­lingurinn hafi verið við á­fengis­drykkju við svæði fé­lagsins og af lýsingum að dæma sé um sama ein­stak­ling að ræða og við­hafði sams­konar hátt­erni fyrir um ári síðan.

Foreldar ráðþrota

„Þetta er algjörlega óviðeigandi á allan hátt, þetta markerar börn ef þau lenda í svona aðstæðum. Þau gleyma þessu ekkert svo auðveldlega,“ segir Anna Heiða.

Hún segir foreldra hafa borið sig á tal við manninn og reynt að fá hann burt af svæðinu síðustu daga. Það hafi hins vegar gengið mjög illa.

„Fólk er mjög ráðþrota,“ segir Anna Heiða. Hún segir mjög mikilvægt að finna úrræði fyrir viðkomandi einstakling.

„Maður vill nú helst ekki þurfa grípa í það að fara taka börnin sín af æfingum af ótta við að þau lendi í einhverju svona eða fara vakta þau á meðan þau eru þarna niður frá.“

Manninum sleppt úr haldi í dag

Í til­kynningu frá lög­reglu í morgun segir að til­kynnt hafi verið um mann í Laugar­dalnum í gær­kvöld sem var sagður hafa látið ó­frið­lega og væri að bera sig fyrir framan ung­menni á æfingu. Sam­kvæmt lög­reglu var maðurinn hand­tekinn og vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var manninum sleppt í dag að lokinni yfirheyrslu. Það sé svo á höndum ákærusviðs að ákveða um framhaldið.

Í­þrótta­stjóri Þróttar lýsti í sam­tali sínu við Vísi fyrr í dag al­gjöru úr­ræða­leysi því þótt maðurinn væri endur­tekið hand­tekinn væri hann mættur jafn­harðan á svæðið.

Í til­kynningu til for­eldra segir jafn­framt að svo virðist sem lítil úr­ræði séu fyrir manninn. Þróttur hafi sett sig í sam­band við fé­lags­mála­yfir­völd Reykja­víkur­borgar og lög­reglu. Þau muni fylgja því fast eftir að öryggi barnanna verði tryggt á svæðinu og að þau þurfti ekki að verða fyrir því á­reiti sem aug­ljós­lega hafi fylgt manninum.