Um hálf níu í gærkvöldi handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mann sem var í annarlegu ástandi í Vesturbænum. Maðurinn er grunaður um þjófnað, líkamsárás, hylmingu og fleira og var vistaður í fangageymslu lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Tveir þeirra höfðu auk þess ítrekað ekið sviptir ökuréttindum og annar þeirra er líka grunaður um brot á vopnalögum. Sá þriðji er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Ökumaður sem hefur ítrekað ekið sviptur ökuréttindum var líka stöðvaður í Breiðholti um sexleytið í gær og í sama hverfi var ótryggð bifreið stöðvuð um níu og skráningarnúmer hennar klippt af.