Lögreglan í Ruhr-héraði í Þýskalandi handtóku í nótt einstakling sem var grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás með efnavopnum. Bróðir mannsins var handtekinn stuttu síðar.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Þýskalandi kemur fram það sé grunur um að maðurinn sem komi frá Íran hafi tengst íslömskum öfgasamtökum.

Á heimili mannsins í Castrop-Rauxel fannst sýaníð (e.cyanide) og rísin (e. ricin). Milligram af rísini getur dregið fólk til dauða.

Það kom ekki fram hversu langt maðurinn var kominn í skipulagningu en skipulagning hryðjuverka getur leitt til allt að tíu ára fangelsis í Þýskalandi.