Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði um fimm­leytið í morgun af­skipti af er­lendum manni í Hafnar­stræti í mið­borginni. Hann var grunaður um að hafa stolið reið­hjóli en neitaði að gefa upp per­sónu­upp­lýsingar og var því vistaður í fanga­geymslur lögreglunnar.

Þá var lög­reglunni jafn­framt til­kynnt um inn­brot í fyrir­tæki í Ár­bænum um þrjú­leytið í nótt. Búið var að brjóta rúðu og var þjófa­varnar­kerfi í gangi en ekki hafði verið farið inn.

Lög­reglan hafði af­skipti af alls átta öku­mönnum í nótt sem óku undir á­hrifum vímu­efna og/eða á­fengis. Þá stöðvaði lög­reglan bif­reið á Ás­valla­götu en öku­maður gaf í upp­hafi rangt nafn og reyndist öku­maðurinn svo vera sviptur öku­réttindum.