Lög­reglan hand­tók karl­mann í mið­bæ Reykja­víkur á níunda tímanum í gær­kvöldi sem er grunaður um líkams­á­rás.

Maðurinn var vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu. Á­rásar­þoli leitaði að­stoðar á Bráða­deild. Ekki vitað um á­verka.

Maður í annar­legu á­standi hand­tekinn á heimili sínu í Hafnar­firði rétt fyrir mið­nætti en maðurinn er grunaður um eigna­spjöll og brot á barna­verndar­lögum. Maðurinn var vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu. Málið var unnið með Barna­vernd.

Þó nokkrir öku­menn voru stöðvaðir fyrir ölvunar- og fíkni­efna­akstur á höfuð­borgar­svæðinu í nótt og þá bárust margar til­kynningar um þjófnað.