Ind­verskur karl­maður á fimm­tugs­aldri var hand­tekinn síðast­liðinn þriðju­dag á al­þjóða­flug­vellinum í Delí en hann er sakaður um að klæðast búningi flug­manns til þess að geta nýtt sér ýmis fríðindi sem flug­mönnum stendur til boða. Í frétt CNN um málið kemur fram að maðurinn hafi verið þekktur fyrir að setja mynd­bönd sem tengdust flugi inn á efnis­veitur á borð við YouTu­be og TikTok.

Rajan Mahbu­bani var hand­tekinn þegar hann var við það að ganga um borð flug­vél AirAsia frá Delí til Kalkútta en starfs­maður flug­stöðvarinn hafði þá til­kynnt manninn til öryggis­varða vegna gruns um að hann væri að þykjast vera flug­maður þýska flug­fé­lagsins Luft­hansa.

Mahbubani var handtekinn á Indira Gandhi flugvellinum í Delí en hann var á leiðinni til Kalkútta.
Fréttablaðið/Getty

Gæti átt von á allt að eins árs fangelsi

Eftir sím­hringingu til Luft­hansa kom í ljós að Mahbu­bani var í raun alls ekki flug­maður á þeirra vegum en hann var með falsað flug­manns­skír­teini frá flug­fé­laginu. Lög­reglan í Delí tók við Mahbu­bani í kjöl­farið og á hann nú von á á­kærum fyrir svindl og fyrir að villa á sér heimildir. Sé hann sak­felldur getur Mahbu­bani átt von á allt að eins árs fangelsi og sektum.

Fjöl­margir hafa nú líkt Mahbu­bani við svika­hrappinn Frank Abagna­le, sem meðal annars þóttist vera flug­maður til þess að geta flogið frítt. Kvik­myndin Catch Me If You Can frá árinu 2002 var meðal annars byggð á lífi Abagna­le en í henni fór Óskars­verð­launa­hafinn Leonar­do DiCaprio með hlut­verk svika­hrappsins.