Lög­reglan á Suður­landi hefur hand­tekið einstakling sem grunaður er að hafa skotið hest með ör í ná­grenni við Sel­foss í gær. Lög­reglu barst til­kynning um málið síð­degis í gær.

Í kjöl­farið fram­kvæmdi lög­regla hús­leit í ná­grenni við Sel­foss og naut við það að­stoðar sér­sveitar Ríkis­lög­reglu­stjóra. „Við hús­leitina var grunaður ein­stak­lingur hand­tekinn auk þess að hald var lagt á boga, örvar og nokkurn fjölda egg­vopna,“ segir í til­kynningu frá Lög­reglunni á Suður­landi.

Málið er til með­ferðar hjá rann­sóknar­deild lög­reglunnar á Suður­landi og miðar rann­sókn vel.

„Okkur er mjög brugðið“

Í morgun greindi Arnar Kjær­nested frá því að skotið hefði verið hestinn hans. „Hesturinn er í stykki hér fyrir framan hús hjá okkur og því nokkuð ljóst að um á­setning er að ræða,“ sagði hann í Face­book-færslu.

„Okkur er mjög brugðið að þetta skyldi gert og vekur ó­neitan­lega ó­öryggi hjá manni með sig, sitt og sína.“

Örin náði 15 sentí­metra inn í læri hestsins, sem hefur hlotið með­ferð dýra­læknis.