Ástralska lög­reglan hand­tók í morgun rað­s­vikarann Peter Foster en hans hafði verið leitað stíft síðast­liðna sex mánuði. BBC greinir frá.

Foster, sem er 59 ára, komst í fréttirnar fyrst fyrir tæpum tuttugu árum þegar hann sá um fast­eigna­kaup fyrir Tony Blair, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Bret­lands, og eigin­konu hans, Cher­ie Blair. Breskir fjöl­miðlar sviptu hulunni af vafa­samri for­tíð Fosters og varð málið til þess að Blair bað bresku þjóðina af­sökunar.

Foster var á­kærður fyrr á þessu ári fyrir um­fangs­mikil fjár­svik, en hann er grunaður um að hafa haft sem nemur rúmum hundrað milljónum króna af grun­lausum ein­stak­lingi sem taldi að Foster væri raf­mynta­miðlari.

Þó að Foster hafi í kjöl­farið verið gert að vera í stofu­fangelsi á heimili sínu í S­yd­n­ey, láta vega­bréf sitt af hendi og gert að ganga með ökkla­band, tókst honum að flýja undan rétt­vísinni í vor.

Foster, sem á nokkurra ára fangelsi yfir höfði sér, var hand­tekinn skammt frá bænum Gis­born­e, skammt norð­vestur af Mel­bour­ne, í gær.