Verk­efni lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu voru nokkuð fjöl­breytt í nótt og var þó nokkur erill í bænum að sögn lög­reglu. Lög­reglan hafði mikil af­skipti af ölvuðu fólki sem neitaði að fara eftir fyrir­mælum lög­reglu.

Notuðu pipar­úða

Til­kynnt var um mann með hníf við skemmti­stað í mið­borginni rétt fyrir mið­nætti. Hafði sá reynt að veitast að öðrum manni með hnífnum.

Þegar lög­reglu bar að garði reyndi maðurinn að komast undan en var yfir­bugaður af lög­reglu­mönnum sem beittu varnar­úða. Maðurinn var í kjöl­farið vistaður í fanga­klefa.

Streittust gegn hand­töku

Fyrr um kvöldið var kallað eftir lög­reglu á veitinga­stað í mið­bænum vegna ölvaðs manns. Maðurinn reyndi að komast undan þegar lög­regla ætlaði að hafa af­skipti af honum. Hann var í kjöl­farið hand­tekinn og vistaður í fanga­klefa sökum á­stands og fyrir að fara ekki að fyrir­mælum lög­reglu.

Þá barst til­kynning um mann í annar­legu á­standi klukkan ellefu en sá var grunaður um þjófnað í mið­bænum. Maðurinn var hand­tekinn og streittist hann á móti í hand­töku að sögn lög­reglu. Maðurinn reyndist vera með hníf í buxna­vasa sínum og var vistaður í fanga­klefa yfir nótt.