43 ára gamall brasilískur karl­maður var hand­tekinn á dögunum í norður­hluta landsins fyrir að að dul­búa sig sem móðir sín, til þess að taka fyrir hana öku­próf. BBC greinir frá.

Eftir að sex­tíu ára gömul móðir hans, Maria, féll á prófinu sínu þrisvar í röð á­kvað Heit­or Schia­ve, hinn fer­tugi bif­véla­virki, að taka málin í eigin hendur. Klæddi hann sig í blóma­skreytta blússu og málaði neglurnar sínar, setti á sig farða og hár­kollu.

Verr fór þó en á­horfðist og sá próf­dómarinn, Aline Mendonca, í gegnum dular­gervið. „Hann reyndi að haga sér eins eðli­lega og hann gat. Hann var með mikið af farða og neglurnar voru fínar og svo var hann m eð skart­gripi,“ segir Alice.

Hún segir að hún hafi hins vegar áttað sig á því að þetta væri ekki sama manneskja og á myndinni á skil­ríkjunum. Þá hafi verið hringt í lög­regluna, sem hafi hand­tekið manninn.

„Hann hefur þegar viður­kennt þetta. Hann viður­kenndi að hann væri ekki konan sem um ræðir, heldur sonur hennar sem væri að reyna að að­stoða móður sína svo hún gæti staðist prófið,“ segir Aline. Móðir hans vissi ekki að hann hefði þetta í hyggju.