Fer­tugur karl­maður hefur verið hand­tekinn eftir að hann skall á mikill ferð á fimm ára stúlku á skíða­svæðinu Flaine í Haute Savoi­e í frönsku ölpunum á laugar­dags­morgun.

Stúlkan var í skíða­kennslu með fjórum öðrum börnum er „skíða­maður skall harka­lega á henni er hún reyndi án árangurs að forða sér“ segir sak­sóknari í Bonn­evil­le sem fer með málið.

Er slysið varð var hún í röð við skíða­brekku sem ætluð er byrj­endum og stóð fyrir aftan skíða­kennara frá franska skíða­skólanum Eco­le du Ski Français. Reynt var að endur­lífga hana á staðnum en það tókst ekki og lést hún er flogið var með hana á sjúkra­hús í þyrlu.

Rann­sakað sem mann­dráp af gá­leysi

Sam­kvæmt breska dag­blaðinu Telegraph er stúlkan bresk en fjöl­skylda hennar býr í Genf í Sviss. Hún og fjöl­skylda hennar voru í fríi á svæðinu þar sem þau eiga hús.

Málið er rann­sakað sem mann­dráp af gá­leysi og verður þar einkum horft til þess á hve miklum hraða maðurinn var og hvort hann hafi „brotið gegn reglum um öryggi og að­gát“. Rann­sóknin hefst af fullum krafti á mánu­dag og verður stúlkan þá krufin.

Jean-Paul Constant, bæjar­stjóri í Arâches þar sem at­vikið átti sér stað, segir að fjöl­skyldan stúlkunnar hafi snúið aftur til síns heima og starfs­fólk sem vitni varð að því fái á­falla­hjálp.