Innlent

Hand­­tekinn af lög­reglu og sér­sveit fyrir utan Garð­heima

Lög­regla og sér­sveitin óku framan á bíl sem sau­tján ára piltur ók og hand­tóku hann fyrir utan Garð­heima í Breið­holti. Pilturinn hafði neitað að sinna til­mælum lög­­reglunnar og var honum veitt eftir­­­för úr Grafar­vogi.

Frá vettvangi í kvöld. Eftirförinni lauk með því að ekið var framan á bíl ökumannsins og hann handtekinn. Fréttablaðið/Þórsteinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra handtóku á sjöunda tímanum í kvöld ökumann bíls fyrir utan Garðheima í Breiðholti. Ökumaðurinn er sautján ára gamall að sögn lögreglu.

Hafði pilturinn verið beðinn um að stöðva á Víkurvegi í Grafarvogi en bíll hans var númerslaus. Sinnti hann þeim tilmælum ekki og ók af stað á miklum hraða. Hófst þá mikil eftirför og endaði hún, sem fyrr segir, í Breiðholti með handtöku piltsins.

Bíll piltsins var stöðvaður af bíl sérsveitarinnar sem ók framan á hann. Mikill viðbúnaður var á svæðinu og var götum í grenndinni lokað á meðan á handtökunni stóð.

Fjórir lögreglubílar eru skemmdir eftir eftirförina, tveir þeirra óökuhæfir. Að sama skapi er bíll hins handtekna skemmdur.

Meiðsli piltsins eru minni háttar að sögn lögreglu en hann var fluttur til aðhlynningar á slysadeild. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til en hans bíður nú yfirheyrsla að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Fréttablaðið/Þórsteinn

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hnífstunguárás í Kópavogi

Innlent

Tafir vegna vöru­bíls sem fór á hliðina á Holta­vörðu­heiði

Innlent

Kolfinna: „Voðalega á ég flottan pabba“

Auglýsing

Nýjast

Földu sig á klósettinu: „Ég er mjög hræddur“

Nýr BMW 7 með risagrilli

Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi í máli Gunnars Braga

„Nú þurfa menn bara að hugsa út fyrir boxið“

Enn ekki tekist að ná drengnum úr borholunni

Dóna­skapur að verða ekki við beiðnum þing­manna um fund

Auglýsing