Flótt­a hins 27 ára Shawn Christ­y frá lag­ann­a vörð­um lauk í dag í um­fangs­mikl­um að­gerð­um 100 lög­regl­u­mann­a þegar hann var hand­tek­inn í Ohio-ríki. Christ­y lagð­i á flótt­a fyr­ir um þrem­ur mán­uð­um eft­ir að hann var á­kærð­ur fyr­ir að hafa hótað að myrð­a Don­ald Trump, for­set­a Band­a­ríkj­ann­a. 

Christ­y lagð­i á flótt­a frá heim­il­i sínu í bæn­um M­cA­do­o í Penn­syl­van­í­u­rík­i en hann er tal­inn hafa ferð­ast til New York, Kan­ad­a, Vest­ur-Virg­in­í­u, Ken­tuck­y, Mar­y­land áður en hann var loks hand­tek­inn í Ohio.

Hót­un­in­a á hann að hafa skrif­að á Fac­e­bo­ok að því er Re­u­ters grein­ir frá. Þar hót­að­i hann raun­ar for­set­an­um og sak­sókn­ar­an­um John Morg­an­ell­i í Pennsylvaníu.

„Halt­u þess­u bara á­fram Morg­an­ell­i. Ég heit­i því að ég mun koma byss­u­kúl­u fyr­ir í höfð­i þínu um leið og ég geri slíkt hið sama við Don­ald Trump for­set­a,“ skrif­að­i Christ­y sem hef­ur áður kom­ist í kast við lög­in fyr­ir að hafa hót­að Rep­úbl­i­kön­um.

Í nálgunarbanni gagnvart Palin

Árið 2010 voru hann og fað­­ir hans, Cra­­ig, úr­skurð­að­ir í nálg­un­ar­bann gagn­vart Sör­uh Pal­in, var­­a­­for­­set­­a­­efn­­i John Mc­­Ca­­in í kosn­­ing­­un­­um 2008 og fyrr­v­er­­and­­i rík­­is­­stjór­­a Alask­­a, eft­ir að hafa hringt í hana sjálf­a og henn­ar nán­ast­a fólk linn­u­laust.

Á flótt­a sín­um er Christ­y tal­inn hafa stol­ið fjór­um skot­vopn­um og fjöld­a bíla. Lög­regl­a lagð­i sí­fellt meir­a kapp á að finn­a hann en í þess­ar­i viku voru um 100 lög­regl­u­full­trú­ar að störf­um við leit­in­a að hon­um. Leit­in bar loks ár­ang­ur en Christ­y fannst í skóg­lend­i í Richl­and-sýsl­u í Ohio, vopn­að­ur byss­u og hníf­i.