Tvær pólskar konur á sextugsaldri og íslenskur karlmaður á þrítugsaldri voru handtekin af Lögreglunni á Suðurnesjum í byrjun október grunuð um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Um er að ræða mikið magn af metamfetamíni og meira en 6 þúsund töflur af ópíóíðum. Konurnar tvær voru eltar frá Keflavíkurflugvelli eftir að grunur vaknaði að þær væru með fíkniefni meðferðis, þær voru svo handteknar ásamt manninum á hóteli.

Konurnar tvær eru í gæsluvarðhaldi. Skipuleggjendur smyglsins geta átt yfir höfði sér áralangt fangelsi.