Lög­reglunni á Suður­nesjum barst til­kynning um helgina um að borgari hafi gengið fram á hand­sprengju við Ás­brú. Sprengjan fannst á Patter­son­s­væðinu svo­kallaða sem er gamalt æfinga­svæði banda­ríska hersins.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu lög­reglunnar var haft sam­band við sprengju­sér­fræðinga og starfs­menn Land­helgis­gæslunnar eyddu sprengjunni. Talið er að sprengjan hafi verið virk.