Kyn­hlut­­­lausa per­­­sónu­­­for­­­nafninu hán hefur verið bætt við beygingar­lýsingu ís­lensks mál­fars Stofnunar Árna Magnús­­­sonar í ís­­­lenskum fræðum. Það hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma.

Þór­­dís Úlfars­dóttir, rit­­stjóri vef­orða­­bóka, ræddi málið við Frétta­blaðið í ágúst. Þetta hafi ekki verið auð­veld á­kvörðun.

„Við vitum að þetta er um­­­deilt ekki bara hjá stofnuninni heldur víða í sam­­fé­laginu. Af því að forn­öfn eru svo­kölluð kerfis­orð í málinu og maður leikur sér ekki að því að bæta við kerfis­orðum bara einn góðan veður­­dag,“ sagði hún þá.

Ugla Stefanía Kristjönu­dóttir Jóns­dóttir, for­­­maður Trans Ís­land, fagnaði á­­­kvörðunni á sínum tíma og sagði hana löngu tíma­bæra. „Þannig þetta er bara mjög já­­kvæð þróun og vonandi mun hún bara halda á­­fram af því það er ó­­­trú­­lega dýr­­mætt að geta haft orð og hug­tök til þess að lýsa sjálfum sér á sínu eigin tungu­­máli,“ sagði Ugla.