Versta hitabylgja á Indlandi í áratugi herjar á Norður-Indland. 36 hafa dáið af völdum hitans og talan hækkar í kjölfar sandstorma og þrumuveðra sem hitabylgjan hefur í för með sér.

Verst bitna veðrin á fátæku fólki sem býr á götunni eða í lélegum hýbýlum, segir Anup Kumar Srivastava, sérfræðingur hjá almannavörnum Indlands við fréttamiðilinn New York Times í dag. Hitamet var slegið í Nýju-Delí þegar hitinn fór í 48 gráður.

Fjórir einstaklingar á aldrinum 69 - 80 létust í gær í lest sem var óloftkæld í Uttar Pradesh í Norður-Indlandi. Talið er að 17 aðrir hafi látist í héraðinu síðastliðinn sólarhring af völdum sandstorma, þrumuveðurs og rigningar. Þetta kemur fram á vef indverkska fréttamiðilsins NDTV.

Sandstormarnir sem koma í kjölfar hitans leiða til hitalækkunnnar og mældist hitastigið í Nýju Delí 38 gráður í dag. Væntanlegir stormar og regn í dag eiga að lækka hitann frekar segir Srivastava.

Fellibylurinn "Vayu" sem var væntanlegur að landi í Gujarat á vesturströnd Indlands í dag að því er fram kemur á vef almannavarna í Indlandi en hann hefur breytt um stefnu og er mestmegnis á hafi úti. Miklir vindar og regn eru nú á veströnd Indlands.