„Hvað getum við gert?“ spurði Bryndís Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, sjálfa sig áður en ákvörðun var tekin um að hefja nýja námsleið í skólanum. „Við vitum að við erum að henda of mikið af textíl og of mikið af mat, svo við vildum skapa farveg þar sem nemendur getur leitað af lausnum við þessum vandamálum,“ segir Bryndís í samtalið við Fréttablaðið.

Nýja námsleiðin heitir „Sjálfbærni og sköpun“ og einblínir á að fullnýta þau hráefni sem standa Íslendingum til boða. „Við viljum endurskoða hvernig við nýtum hráefni og finna nýja leiðir til að sjá nýtingarmöguleika.“ Bryndís segir nýsköpun vera gríðarlega mikilvæga þegar kemur að sjálfbærni. „Sköpunin má aldrei vera langt undan.“

Íslendingar eftir á

Námið hefur vakið mikla athygli erlendis að sögn Bryndísar hefur vitundarvakningin ekki rist eins djúpt á Íslandi. „Þetta sýnir fram á að Íslendingar eru ekki nógu meðvitaðir um sjálfbærni.“ Þetta eigi við á öllum sviðum á Íslandi. „Hvað myndi gerist ef eyjan myndi lokast?“ spyr Bryndís og veltir fyrir sér hvaða vörur séu innfluttar sem gætu vel verið framleiddar á Íslandi. „Í hvaða greinum getur við orðið sjálfbær?“

Bryndís tekur dæmi um að byrjað sé að framleiða dýnur úr ull á Seyðisfirði. „Væri hægt að nýta ullina enn betur og framleiða mögulega kodda og sængur líka?“ Mikið af hráefnum hafi lítið verið rannsökuð á Íslandi og segir Bryndís ótal möguleika standa til boðanna. „Við viljum nýta aðstöðuna hér í skólanum til að tengja saman framkvæmd og fræði.“

Bryndís Fiona Ford hringir hér inn nýja tíma í Hallomsstaðarskóla.

Nám fyrir unga sem aldna

Nemendur fái að vinna í eigin verkefnum auk þess að sækja svokallaða „meistaratíma“ sem kenndir eru í lotum. „Þá fáum við einstaklinga sem eru fremstir á sínu sviði til að miðla þekkingu sinni.“ Álíka námsleiðir hafa löngum verið vinsælar í Norðurlöndum að sögn Bryndísar en fyrirmyndin kemur þaðan. Námið er viðbótarnám á framhaldsskólastigi sem opið er 18 ára og eldri.

„Hér erum við með einstaka nánd við náttúruna í hjarta skógarins. Við erum í samstarfi við framleiðendur á svæðinu til að vinna með hráefnið og við getum skapað einhverja aðstöðu sem er kannski ekki til annars staðar.“ Bryndís segir sérstöðu skólans sérstaklega vera fólgna í því að sköpunarkrafturinn blómstri í friðsældinni í Hallormsskógi.

Gömul stefna í nýjum búning

Stefnan er þó ekki ný af nálinni og rímar við upprunalega námskrá skólans sem stofnaður var fyrir 90 árum. Skólinn hefur lengst af verið þekktur sem Húsmæðraskólinn á Hallormsstað en hefur nú fengið aftur sitt upprunalega nafn, Hallormstaðaskóli. Einnig hefur verið snúið aftur til að upprunalegum markmiðum skólans. „Í húsmæðranáminu var lögð áhersla á vinnslu matvæla, textílvinnu og skapandi nýtingarmöguleika hráefna, sem er einmitt það sem við vinnum að núna,“ segir Bryndís.

„Við viljum tengja saman gamla tíman og nútíma tæknina.“ Skólameistarinn segir sérstök áhersla vera á þau tvö svið sem standa einstaklingnum næst. „Það eru matur og textíl.“ Hún segir fólk vera umvafið textíl öllum stundum án þess að gera sér grein fyrir því. „Fólk tekur bæði textíl og mat sem sjálfsögðum hlut enda er mikil offramleiðsla í þessum greinum sem skilar sér í stærra kolefnisspori.“

Sveppir úr skóginum.

Unga kynslóðin kallar eftir breytingum

„Unga kynslóðin er komin skrefi framar en við sem erum komin á síðari ár,“ segir Bryndís kímin. Hún tekur þó fram að tækifæri hafi glatast á tímum ofgnóttar til að læra skynsamlega meðferð hráefna. Mikilvægt sé að svara kalli eftir breytingum og geta ungir sem aldnir tamið sér nýja siði til að auka sjálfbærni.

„Sjálfbærni er mjög víðtækt hugtak og snýst ekki bara um einhverja ákveðna umhverfisvitund.“ Bryndís segir sjálfbærni eiga sér djúpar rætur í menningunni og efnahagnum og ekki síst um siðfræði í náttúrunni. „Maður spyr sig hverju maður er að henda og hvað mætti nýta betur.“

Áhugasamir hvattir til að slá til

Bryndís vonast til að námsleiðin leiði til þess að ný kynslóð geti unnið þvert á fræði og faggreinar sem myndi koma framtíðar samfélagi vel. „Við viljum fá fólk til okkar sem hefur áhuga á þessu og vill taka ábyrgð á eigin neyslu.“ Enn er opið fyrir umsóknir í námið og hvetur Bryndís áhugasama um að sækja um verða hluti af framtíðinni.

Garn sem var jurtalirað með sveppum og ofið í kjölfarið.