Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, hefur skipað þau Hall­dóru Þor­steins­dóttur, lektor og Inga Tryggva­son, lög­mann, í em­bætti héraðs­dómara við Héraðs­dóm Reykja­ness. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá á dögunum voru þau Ingi og Hall­dóra metin hæfust af um­sækj­endum. Alls bárust fimm­tán um­sóknir um em­bættin en tveir um­sækj­endur drógu um­sóknir sínar síðar til baka.

Á vef Stjórnar­ráðsins kemur fram að Hall­dóra Þor­steins­dóttir lauk laga­prófi frá Há­skóla Ís­lands árið 2010. Hún hefur síðan þá meðal annars starfað sem að­stoðar­maður dómara við Hæsta­rétt Ís­lands 2014-2017 og sem lektor við laga­deild Há­skólans Reykja­vík frá 2017. Þá hefur hún gegnt starfi formanns á­frýjunar­nefndar neyt­enda­mála og ritað fræði­greinar á ýmsum sviðum lög­fræðinnar.

Þar kemur enn­fremur fram að Ingi Tryggva­son hafi lokið laga­prófi frá Há­skóla Ís­lands árið 1989. Hann hafi meðal annars­starfað sem full­trúi við Héraðs­dóms Vestur­lands 1994-1998 og á því tíma­bili verið í nokkur skipti settur héraðs­dómari. Frá árinu 1999 hefur hann rekið eigin lög­manns­stofu og fast­eigna­sölu og sam­hliða því sinnt ýmsum stjórn­sýslu­störfum.