Halldóra Mogensen, oddviti Pírata í Reykjavík norður, mætti í morgun í Ráðhúsið til að greiða sitt atkvæði í Alþingiskosningum.
Landsmenn ganga flestir að kjörborði Alþingiskosninganna í dag ásamt leiðtogum flokkanna en kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun. Þá verður hægt að greiða atkvæði til klukkan 22 í kvöld.
Píratar verða með kosningavöku á Ægisgarði úti á Granda til 01.00 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Að sögn Stefáns Óla Jónssonar, starfsmanns þingflokks Pírata, eru uppi áform um að vera með stórt tjald fyrir utan húsið en verið er að meta stöðuna vegna slæmrar veðurspár.

Halldóra Mogensen mætti í Ráðhúsið til að kjósa.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari