Hall­dóra Mogen­sen, þing­kona Pírata, sagði í kvöld í um­ræðum um stefnu­ræðu for­sætis­ráð­herra, að enn væri þörf á kerfis­breytingum í ís­lensku sam­fé­lagi. Píratar hafi allt frá stofnun barist fyrir slíkum breytingum.

„En breytingar mega ekki vera bara breytinganna vegna, það skiptir máli að hafa skýra fram­tíðar­sýn. Við breytum litlu með því að berjast ein­fald­lega gegn ríkjandi veru­leika. Við verðum að byggja nýtt líkan sem kemur í staðinn fyrir það úr­elta. Bjóða upp á nýjan veru­leika. Byggja upp frekar en að rífa niður.“

Nefndi Hall­dóra röð fram­fara, lík tog bíla tölvu og fjórða iðn­byltinguna. „En fram­farir felast einnig í fé­lags­legum breytingum sem grund­vallast á rót­tækri fram­tíðar­sýn. Fyrir ekki svo löngu var hlegið að fram­sæknum hug­myndum um at­kvæða­rétt kvenna, um enda­lok þrælkunar og lýð­ræðið sjálft. Allt eru þetta hug­myndir sem teljast sjálf­sagðar í dag. Rót­tæk fram­tíðar­sýn hefur því oft verið nauð­syn­leg for­senda fram­fara.“

Bað þjóðina um að hlýða á sínu rót­tæku sýn á fram­tíðina

Hall­dóra spurði meðal annars hversu mikinn tíma fólk hefði eftir átta tíma vinnu­dag og tvo tíma í um­ferð við að mæta til vinnu, sækja börnin og sinna erindum.

„Fyrir þau okkar sem hafa ekkert bak­land og ekkert efna­hags­legt öryggis­net getur á­lagið sem fylgir því að skrimta milli launa­seðla verið því næst sem ó­bæri­legt. í­myndið ykkur að geta lagt þá byrði niður og stigið fram létt á fæti og ó­hrædd inn í fram­tíðina.“

Nefndi Hall­dóra að mögu­leikinn á að gera mis­tök og að læra af þeim væri mun mikil­vægari en flestir gerðu sér grein fyrir. Fæstir hefðu þó það frelsi.

Tók undir með Katrínu vegna á­hyggja af popúl­isma

Hall­dóra sagðist deila á­hyggjum for­sætis­ráð­herra af þróun popúl­isma í Evrópu. „En er rótin ekki ein­mitt að stór hluti heims­byggðar býr við efna­hags­legt og fé­lags­legt öryggs­leysi?

Öryggis­leysi sem popúlískir leið­togar og hreyfingar nýta, kynda undir hræðslu og hatur og hvetja til niður­rifs nú­verandi kerfa án þess að móta neina sýn um hvað á að koma í staðinn.“

Þá sagði Hall­dóra að það vekti með sér gleði að heyra Katrínu tala um vel­sældar­hag­kerfið svo­kallaða. „Ég segi þetta í full­kominni ein­lægni því ég tel þetta vera nýja hug­mynda­fræði sem gæti gjör­bylt sam­fé­laginu okkar til hins betra.“

Að lokum sagði Hall­dóra að hug­mynda­fræði for­sætis­ráð­herra um grunn­skyldu hvers og eins við sam­fé­lagið rímaði ó­þægi­lega við hug­myndir vald­hygginna stjór­mála­manna.

„Ég held reyndar að grunn­skylda sam­fé­lagsins hljóti að vera gagn­vart fólkinu sem það skipar. Okkur ber að hanna sam­fé­lag sem stuðlar að sí­batnandi lífi fyrir okkur öll. Að grunn­þörfum allra sé mætt án þess að ræna komandi kyn­slóðir fram­tíð sinni. “