Halla Sig­rún Mathiesen var nú síð­degis kjörin for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæðis­manna á 45. sam­bands­þingi SUS sem fram fór um helgina á Akur­eyri og þá var Páll Magnús Páls­son kjörinn vara­for­maður. Faðir Höllu er Árni Mathiesen, fyrr­verandi ráð­herra flokksins og þá er faðir Páls Páll Magnús­son, þing­maður. Þau voru ein í fram­boði.

Halla er 21 árs og er upp­alin í Hafnar­firði. Hún út­skrifaðist með al­þjóð­legt stúdents­próf frá mennta­skóla í Róm vorið 2015 og lauk BA gráðu í hag­fræði, stjórn­mála­fræði og sögu frá UCL vorið 2018. Halla starfar nú hjá Arion banka en áður starfaði hún hjá Lands­virkjun í sumar­starfi. Halla Sig­rún sinnti ýmsum fé­lags­störfum sam­hliða námi, er nú for­maður Stefnis, fé­lags ungra sjálf­stæðis­manna í Hafnar­firði, og situr jafn­framt í full­trúa­ráði flokksins í Hafnar­firði.

Páll Magnús er 23 ára gamall Garð­bæingur og Eyja­maður. Hann er lög­fræðingur og leggur nú stund á meistara­nám við Há­skólann í Reykja­vík. Páll hefur verið virkur í fé­lags­störfum síðustu ár, bæði sem for­maður mál­funda­fé­lags Lög­réttu, fé­lags laga­nema við Há­skólann í Reykja­vík, og vara­for­maður Hugins, fé­lags ungra sjálf­stæðis­manna í Garða­bæ. Þá situr hann í um­hverfis­nefnd Garða­bæjar.

„Ég vil gera frelsinu hátt undir höfði og sýna það að Sjálf­stæðis­flokkurinn og stefna hans á fullt erindi við ungt fólk. SUS gegnir mikil­vægu hlut­verki innan flokksins og það hefur sýnt sig að okkar skoðanir og á­herslur skipta máli. Sem for­maður vonast ég til að efla þennan vett­vang þar sem ungt fólk getur tekið þátt í að móta stefnu flokksins, en einnig veitt kjörnum full­trúum nauð­syn­legt að­hald. Mitt mark­mið er að SUS verði enn öflugra í að beita sér fyrir bættum lífs­kjörum, auknum tæki­færum og frelsi ein­stak­lingsins,” var haft eftir Höllu í frétta­til­kynningu þegar fram­boðið var til­kynnt.