Halla Gunnars­dóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem fram­kvæmda­stjóri ASÍ. Hún greinir sjálf frá þessu í færslu á Face­book. Halla er í fæðingar­or­lofi og segir að hún muni ekki snúa aftur til starfa að fæðingar­or­lofi loknu.

„Ég hef tekið þá á­­kvörðun að snúa ekki til baka til starfa sem fram­­kvæmda­­stjóri ASÍ að loknu fæðingar­or­lofi. Það er ekkert leyndar­­mál að ég kom til starfa hjá ASÍ til að vinna með Drífu Snæ­­dal. Ég tel bæði rétt og eðli­­legt að nýr for­­seti fái til sín fram­­kvæmda­­stjóra sem hann treystir og á trúnað hjá. Á næstu vikum mun ég skila af mér og vera nýjum for­­seta og fram­­kvæmda­­stjóra innan handar eftir þörfum, en síðan skilja leiðir,“ skrifar Halla á Face­book.

„Ég er stolt af þeim verk­efnum sem ég hef komið að hjá ASÍ. Ég lagðist á árarnar með Drífu að vinna að þeim málum sem hún hafði sett á oddinn, sem lutu m.a. að bar­áttu gegn mis­­skiptingu og ó­­­jöfnuði og glæpa­­starf­­semi á vinnu­­markaði, sem og bar­áttu fyrir hús­­næði á við­ráðan­­legum kjörum. Við fengum eina co­vid-kreppu í fangið sem kallaði á kröftug við­­brögð verka­­lýðs­hreyfingarinnar. Við sóttum í þekkingu um allan heim til að standa fast gegn niður­­­skurðar­hnífnum sem margir vildu hefja á loft þegar í stað. (Nú er búið að brýna hann að nýju, en það er efni í annan pistil). Við byggðum upp frekari sér­­­fræði­þekkingu innan skrif­­stofunnar til að mæta á­róðri sér­­hags­muna­aflanna sem vilja sí­­fellt skara eld að eigin köku á kostnað okkar hinna. Við jukum við getuna til að koma okkar skila­­boðum á fram­­færi með mark­vissum og hnit­miðuðum hætti. Til marks um það var ASÍ næstum því tvö­falt oftar í fréttum en SA á síðasta ári,“ heldur Halla á­fram.

Halla segir að það hefur verið skemmti­­legt og lær­­dóms­­ríkt að starfa með þeim sterka og öfluga starfs­manna­hópi sem starfar innan ASÍ.

„Ég hef farið fyrir og átt þátt í að byggja upp. Sama má segja um bæði for­ystu­­fólk og starfs­­fólk aðildar­­fé­laga ASÍ, innan fé­laganna er gríðar­­leg reynsla og þekking sem ég hef fengið að njóta góðs af. ASÍ getur ekki verið öflugra en aðildar­­fé­lögin vilja hverju sinni,“ skrifar Halla.

„Síðustu ár hafa ein­­kennst af hat­rammri valda­bar­áttu og niður­­rifi, eins og komið hefur fram opin­ber­­lega. Vinnu­skil­yrðin hafa oft verið ó­­bæri­­leg. Starfs­­fólk ASÍ, þar á meðal ég, hefur verið dregið inn í opin­bera um­­ræðu þar sem það á erfitt með að svara fyrir sig. Að mínu mati hefur þetta dregið þrótt úr hreyfingunni, sem kemur niður á launa­­fólki og al­­menningi á Ís­landi.
Ég vona að á komandi þingi ASÍ takist að leysa ein­hverja af þeim hnútum sem hafa verið hnýttir á síðustu misserum og komast að minnsta kosti að sam­komu­lagi um hvernig sam­bandið á að halda á spilunum þennan vetur kjara­við­ræðna. Launa­­fólk á Ís­landi á verka­­lýðs­hreyfinguna og það er okkar allra að standa vörð um sam­einaða og öfluga verka­­lýðs­hreyfingu á Ís­landi. Við eigum mikið undir henni.Ég óska for­­mönnum aðildar­­fé­laga ASÍ, stjórnum þeirra og starfs­­fólki, kjörnum full­­trúum og skrif­­stofu ASÍ alls góðs og þakka fyrir mig að sinni,“ skrifar Halla að lokum.