Halla Berg­þóra Björns­dóttir, lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra, Páll Win­kel, fangelsis­mála­stjóri og Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir, lög­reglu­stjóri höfuð­borgar­svæðisins, eru meðal þeirra sem sóst hafa eftir em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra. Um­sóknar­frestur til að sækja um stöðu ríkis­lög­reglu­stjóra rann út síðast­liðinn föstu­dag en ekki hefur verið gefið upp hversu margir um­sækj­endur sóttu um starfið.

Em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra var aug­lýst var til um­sóknar skömmu fyrir jól eftir að dóms­mála­ráð­herra gerði starfs­loka­samning við Harald Johannes­sen í lok síðasta árs. Haraldur hafði hlotið mikla gagn­rýni á störf sín síðustu misserin en hann hafði gegnt em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra í 22 ár.

Í kjöl­far starfs­loka Haraldar var Kjartan Þor­kels­son, lög­reglu­stjóri á Suður­landi, settur í em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra til bráða­birgða en hann mun hafa greint ráð­herra frá því að hann hafi ekki hug á að sækjast eftir skipun í em­bættið.

Helstu stjórn­endur refsi­vörslu­kerfisins á­sælast em­bættið

Halla Berg­þóra til­kynnti starfs­fólki sínu að hún hafi sótt um stöðu ríkis­lög­reglu­stjóra í dag. Í til­kynningunni sagði hún starfið vera kjörið tæki­færi til að vinna að eflingu lög­reglu enn frekar. Halla hefur starfað í mála­flokkum tengdum réttar­kerfinu mestan hluta starfs­ævinnar. Hún leysti hún Ólaf Þór Hauks­son af í em­bætti sýslu­manns á Akra­nesi þegar hann tók við em­bætti sér­staks sak­sóknara og gegndi hún því em­bætti þar til hún var skipaður lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra um mitt ár 2014.

Páll Win­kel upp­lýsti starfs­lið sitt um á­kvörðun sína í gær. Páll varð fangelsis­mála­stjóri árið 2007 en þar áður hafði hann gegnt stöðu að­stoðar­ríkis­lög­reglu­stjóra. Páll varð for­stjóri Fangelsis­mála­stofnunnar í árs­byrjun 2008. Hann hefur starfað í lög­gæslu- og refsi­vörslu­kerfinu frá því hann út­skrifaðist úr laga­deild um alda­mót.

Sig­ríður Björk til­kynnti sam­starfs­fólki sínu einnig að hún hafi sóst eftir starfinu í gær. Hún hefur verið lög­reglu­stjóri hjá Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu frá árinu 2014 en hún var fyrsta konan til að gegna því em­bætti. Fyrir það var hún lög­reglu­stjóri á Suður­nesjum og að­stoðar­ríkis­lög­reglu­stjóri.