Veður á höfuð­borgar­svæðinu hefur verið fremur kafla­skipt að undan­förnu. Svo virðist sem veturinn sé við það að ganga í garð en í dag hefur snjóað og öku­menn glímt við hálku.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Á­rekstur.is hafa borist margar að­stoðar­beiðnir í dag frá öku­mönnum sem lent hafa í um­ferðar­ó­höppum og tók þeim mjög að fjölga upp úr há­degi.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu segir í til­kynningu á Face­book að svo virðist sem veturinn komi snemma í ár. Hún hvetur veg­far­endur til að sýna að­gát og fara var­lega.

Lög­reglu hafa borist fyrir­spurnir um það hvort af­skipti verði höfð af bílum á nagla­dekkjum. Lög­reglan segir að það verði ekki gert.