Íslensk heimili eyða að meðaltali 4,7 prósentum í áfengi og tóbak en aðeins 2,9 prósentum í heilsu. Einnig fara 0,4 prósent í fíkniefni. Þetta kemur fram í nýrri greiningu á útgjöldum heimilanna fyrir árið 2020 hjá Evrópusambandinu.

Stærsti útgjaldaliðurinn er húsnæði, vatn og rafmagn, rúmur fjórðungur eða 26,8 prósent.

Næststærsti útgjaldaliðurinn er matur og óáfengir drykkir, alls 13,6 prósent, matur einn og sér telur 11,7 prósent. Inni í þessu er ekki matur sem keyptur er á veitingastöðum, hann telur 7 prósent til viðbótar.