Nýtt met var slegið í Frakklandi í gær þegar 501635 einstaklingar greindust með Covid-19 á einum sólarhring. Það er rúmlega 0,74 prósent frönsku þjóðarinnar og í fyrsta sinn sem smitfjöldinn fer yfir hálfa milljón á einum degi.

Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi greindu frá þessu fyrr í dag og er fjallað um málið í frönskum fjölmiðlum í dag.

Undanfarnar vikur hefur ríkisstjórn Frakklands boðað hertar sóttvarnaraðgerðir og sótt að frelsi bólusettra .Það virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri.

Rúmlega þrjátíu þúsund manns eru inniliggjandi á spítala vegna Covid-19, tíu prósent þeirra voru lagðir inn í gær og eru um 3700 einstaklingar á gjörgæslu.

Þá létust 364 einstaklingar af völdum Covid-19 á einum sólarhring og hafa tæplega 130 þúsund manns látist af völdum Covid-19 í Frakklandi.