Um fimm hundruð þúsund manns í Bretlandi lögðu niður störf í gær til að þrýsta á um kjarabætur. Var ríflega helmingur ríkisrekinna skóla annað hvort lokaður að hluta eða að fullu vegna þessa.

Um var að ræða stærstu verkfallsaðgerð í áratug að sögn BBC. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2016 sem kennarar fara í verkfall í landinu. Fjölmargir aðrir opinberir starfsmenn voru einnig í verkfalli, þar á meðal lestarstjórar og strætisvagna­stjórar og fyrirlesarar við háskóla.Gillian Keegan menntamálaráðherra sagði samræður í gangi við stéttarfélög um ágreiningsatriði.