Á­stand­ið í Bras­il­í­u vegn­a COVID-19 far­ald­urs­ins fer sí­fellt vers­and­i en fá lönd hafa orð­ið jafn illa fyr­ir barð­in­u á hon­um. Nú hef­ur meir­a en hálf millj­ón lát­ist þar en ein­ung­is hafa fleir­i lát­ist í Band­a­ríkj­un­um. Sér­fræð­ing­ar segj­a á­stand­ið afar tví­sýnt og mik­il hætt­a sé á að far­ald­ur­inn fari úr bönd­un­um enn á ný.

Ból­u­setn­ing­ar hafa geng­ið afar hægt í Bras­il­í­u og ein­ung­is um 15 prós­ent full­orð­inn­a eru full­ból­u­sett­ir. Vet­ur er fram und­an sem ótt­ast er að muni gera á­stand­ið enn verr­a og auka tíðn­i smit­a. Um 80 prós­ent gjör­gæsl­u­rúm­a eru í notk­un í flest­um fylkj­um.

Kirkj­u­garð­ur fyr­ir fórn­ar­lömb COVID-19 í borg­inn­i Man­aus.
Fréttablaðið/AFP

Jair Bol­son­ar­o for­set­i hef­ur gef­ið lít­ið fyr­ir far­ald­ur­inn, kall­að hann „kvef“ og stað­ið í vegi fyr­ir að­gerð­um til að stemm­a stig­u við hon­um. Fylk­i Bras­il­í­u hafa sjálf þurft að gríp­a til að­gerð­a með litl­um stuðn­ing­i frá rík­in­u. Þrátt fyr­ir að hann smit­að­ist af COVID-19 á síð­ast­a ári hef­ur það engu breytt, hann tal­ar regl­u­leg­a gegn grím­u­notk­un og seg­ir sótt­varn­a­að­gerð­ir of í­þyngj­and­i fyr­ir efn­a­hag lands­ins. Þing Bras­il­í­u rann­sak­ar nú við­brögð stjórn­ar­inn­ar við far­aldr­in­um. Stjórn­ar­and­stað­an hef­ur sak­að Bol­son­ar­o um að tefj­a kaup á ból­u­efn­um af pól­it­ísk­um á­stæð­um, þar sem hann hef­ur í­trek­að gert lít­ið úr far­aldr­in­um.

Bol­son­ar­o með Todd Chap­man send­i­herr­a Band­a­ríkj­ann­a í Bras­il­í­u.
Fréttablaðið/AFP

Út­breiðsl­a COVID-19 í Bras­il­í­u er af stór­um hlut­a af hinu svo­kall­að Gamm­a-af­brigð­i sem fyrst fannst í Amaz­on-frum­skóg­in­um. Það smit­ar meir­a en upp­run­a­legt af­brigð­i COVID-19 en um sjö­tí­u þús­und ný til­fell­i grein­ast í land­in­u á degi hverj­um.

„Bras­il­í­a stendur framm­i fyr­ir al­var­legr­i at­burð­ar­rás sam­fé­lags­smit­a...með mög­u­leik­a á að á­stand­ið versni á kom­and­i vik­um vegn­a upp­haf vet­urs,“ seg­ir í til­kyn­ing­u frá heil­brigð­is­stofn­un­inn­i Fi­ocr­uz.

Heil­brigð­is­ráð­herr­ann Marc­el­o Qu­eir­og­a vott­að­i látn­um sam­lönd­um sín­um sam­úð sína á Twitt­er í dag.