Ástralska lögreglan lagði hald á 450 kíló af heróíni þann 29. september síðastliðinn. Þetta er mesta magn vímuefnisins sem haldlagt hefur verið þar í landi.

Heróínið fannst við leit í gámi með keramíkflísum í Melbournehöfn, stærstu höfn landsins.

Meðal annars fundust 1.290 pakkningar af heróíni. Götuverðmæti efnanna er metið á 140 milljónir ástralska dollara, um 13,3 milljarða íslenskra króna.

Að sögn lögreglu hefur einn maður frá Malasíu verið handtekinn vegna málsins. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um innflutninginn.

Gámurinn kom frá Malasíu og var stílaður á fyrirtæki í Melbourne og gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í borginni vegna þessa.

Eftir að lög­regla greindi frá málinu sagði Kris­sy Bar­rett, starfandi að­stoðar­yfir­lög­reglu, að efnin hefðu fundist vegna góðs sam­starf við lög­reglu­yfir­völd í Malasíu. Slíkt sam­starf sé lykillinn að því að upp­ræta vímu­efna­smygl og hindra störf al­þjóð­legrar skipu­lagðra glæpa­hópa að því er segir í frétt breska ríkistút­varpsins BBC.