Leit er við það að ljúka í Borgarnesi þar sem fjölmennt lið björgunarsveitarfólks og lögreglumanna hafa leitað að Mod­est­as Antan­a­vic­i­us í dag. Modestas er 46 ára og hefur verið saknað í viku. Síðast sást til hans við Olís í Borgarnesi.

Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit sé við það að klárast í dag og gerir ráð fyrir því að haldið verði áfram á morgun.

Lög­regl­an hef­ur síð­ust­u vik­un­a biðl­að til al­menn­ings í Borg­ar­nes­i að leit­a við hús sín og að skoð­a mynd­a­vél­ar. Hann seg­ir þrátt fyr­ir það enga vís­bend­ing­ar hafa bor­ist lög­regl­u um mál Mod­est­as. Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá leitinni í dag.

Fréttablaðið/Elín
Fréttablaðið/Elín
Fréttablaðið/Elín