Leit er við það að ljúka í Borgarnesi þar sem fjölmennt lið björgunarsveitarfólks og lögreglumanna hafa leitað að Modestas Antanavicius í dag. Modestas er 46 ára og hefur verið saknað í viku. Síðast sást til hans við Olís í Borgarnesi.
Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit sé við það að klárast í dag og gerir ráð fyrir því að haldið verði áfram á morgun.
Lögreglan hefur síðustu vikuna biðlað til almennings í Borgarnesi að leita við hús sín og að skoða myndavélar. Hann segir þrátt fyrir það enga vísbendingar hafa borist lögreglu um mál Modestas. Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá leitinni í dag.

Fréttablaðið/Elín

Fréttablaðið/Elín

Fréttablaðið/Elín