Í­búar Wi­scons­in í Banda­ríkjunum voru í dag til­neyddir til að brjóta sam­komu­bann ríkisins til þess að nýta kosninga­rétt sinn. Mikil reiði hefur verið meðal íbúa yfir því að kosningarnar séu haldnar í dag, meðan CO­VID-19 far­aldurinn er í gangi.

Ríkis­stjóri Wisconsin, demó­kratinn Tony E­vers, frestaði kosningunum til júní en Repúblikana­flokkurinn kærði þá á­kvörðun og hafði betur í Hæsta­rétti Wisconsin í gær. Hæsti­réttur Banda­ríkjanna snéri einnig við dómi neðra dóm­stóls sem gaf í­búum Wisconsin fram­lengdan frest til að skila utan­kjör­fundar­at­kvæðum. Öll önnur ríki í Banda­ríkjunum hafa frestað kosningum sínum vegna CO­VID-19.

Í­búar Wisconsin kjósa meðal annars um bæjar­stjórnir, ríkis­þing og hverjir taka dómara­sæti í Hæsta­rétti Wisconsin í dag. Þá fer einnig fram próf­kjör hjá demó­krata­flokknum þar sem Joe Biden fyrrum vara­for­seti Banda­ríkjanna og þing­maðurinn Berni­e Sanders takast enn á.

Í höfuð­borginni Millwaukee, sem hefur um 600.000 íbúa, eru vana­lega 180 kjör­staðir á kjör­degi. Í dag eru hins vegar bara fimm kjör­staðir opnir þar sem enginn vildi manna kjör­staði. Gríðar­lega langar raðir mynduðust við kjör­staði víðs­vegar um ríkið en talið er að kjör­sókn verði í sögu­legu lág­marki.

Bæjar­stjórnar og þing­kosningar í Wisconsin geta skipt miklu máli fyrir for­seta­kosningarnar 2020 en Trump vann Wisconsin árið 2016 með einungis 23.000 at­kvæðum.

Í­búar Wisconsin kjósa meðal annars um bæjar­stjórnir, ríkis­þing og hverjir taka dómara­sæti í Hæsta­rétti Wisconsin í dag. Þá fer einnig fram próf­kjör hjá demó­krata­flokknum þar sem Joe Biden fyrrum vara­for­seti Banda­ríkjanna og þing­maðurinn Berni­e Sanders takast enn á.

Í höfuð­borginni Millwaukee, sem hefur um 600.000 íbúa, eru vana­lega 180 kjör­staðir á kjör­degi. Í dag eru hins vegar bara fimm kjör­staðir opnir þar sem enginn vildi manna kjör­staði.
Gríðar­lega langar raðir mynduðust við kjör­staði víðs­vegar um ríkið en talið er að kjör­sókn verði í sögu­legu lág­marki.

Kosningarnar í Wisconsin í dag geta skipt miklu máli fyrir for­seta­kosningarnar 2020 en Trump vann Wisconsin árið 2016 með einungis 23.000 at­kvæðum.

Langar raðir mynduðust í ríkinu þar sem afar fáir kjörstaðir voru opnir
Ljósmynd/EPA