Tyrkneskur hakkarinn Kingsanchezx, sem ráðist hefur á Instagram-síður íslenskra áhrifavalda undanfarið, lofar nýjum árásum og sakar Vísi um að flytja af sér falsfréttir. Frá þessu greinir hann á Instagram.

Hann tiltekur ekki hvaða fréttir Vísis hann telur falsfréttir en á Instagram-síðu hakkarans stendur eftirfarandi: Þegar mér líður kjánalega man ég eftir íslenskum blaðamönnum og slaka á.

Manninum virðist vera uppsigað við fréttaflutning Vísis af málinu.
Skjáskot/Instagram
„Bíð­ið spennt fjöld­a­morð 2 er að hefj­ast.“
Skjáskot/Instagram