Hags­muna­sam­tök heimilanna skora á ríkis­stjórnina til að taka pólitíska á­kvörðun og gefa út yfir­lýsingu þess efnis að tryggt verði að enginn missi heimili sitt vegna verð­bólgu og vaxta­hækkana. Ljóst sé að mörg heimili standi frammi fyrir miklum fjár­hags­legum erfið­leikum á næstu mánuðum þegar greiðslu­byrði lána muni hækka um tugi þúsunda.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Hags­muna­sam­tökum heimilanna.

Í til­kynningunni segir að sam­tökin hafi kallað eftir vernd fyrir heimilin frá upp­hafi heims­far­aldurs, en þrátt fyrir það hafi ríkis­stjórnin í lok síðustu viku tekið á­kvörðun um að ráðast ekki í neinar að­gerðir fyrir þá sem þurfi að greiða af hús­næðis­lánum. Þá séu vaxta­hækkanir látnar falla af fullum þunga á heimili landsins.

„Við biðjum ríkis­stjórn Ís­lands að lýsa yfir að þær fjöl­skyldur sem ekki geta staðið undir hækkandi greiðslu­byrði komandi mánaða muni ekki missa heimili sín, heldur verði leitað allra leiða til að hjálpa þeim út úr þessum tíma­bundnu erfið­leikum svo þær geti risið á ný þegar aftur sér til sólar,“ segir í til­kynningunni.

Þá minna samtökin á að ef Ís­land eigi að vera land tæki­færanna verði að gefa heimilunum tæki­færi til að dafna. „Al­menningur er ekki fóður fyrir fjár­mála­kerfið,“ segir í til­kynningunni.