Fyrri helmingur ársins hefur verið bílframleiðendum fremur erfiður og hagnaður þeirra flestra hefur minnkað á milli ára. Ástæðanna er að helst að leita í minnkandi sölu, ekki síst í Kína en líka víðast hvar annarsstaðar, Brexit og dísilvélasvindls margra þeirra og sekta vegna þess. Þegar 7 stórir bílaframleiðendur eru skoðaðir, þ.e. BMW, Fiat Chrysler, Ford, Nissan, PSA, Mercedes Benz og Jaguar Land Rover kemur í ljós að 5 þeirra skiluðu hagnaði en 6 þeirra upplifðu minnkandi hagnað og 3 þeirra umtalsvert mikið. 

Hjá BMW minnkaði hagnaðurinn um 28,4% þrátt fyrir 1,5% aukna sölu. Öfugt var farið með PSA Peugeot Citroën, en þar jókst hagnaðurinn um 10,6% þrátt fyrir 12,8% minnkandi sölu. Sama átti við hjá Fiat Chrysler en þar jókst hagnaðurinn um 14% en salan minnkaði um 11%. Hjá Jaguar Land Rover jókst tapið hinsvegar frá fyrra ári um 49% og salan minnkaði um 11,6%. Hjá Nissan minnkaði hagnaðurinn um heil 98% og salan um 6%. Hjá Mercedes Benz snérist hagnaður í tap og minnkunin því 135% og salan féll um 3%. Forvitnilegar tölur komu svo frá Ford þar sem hagnaður minnkaði um 99,9% þrátt fyrir að salan ykist um 9%.