Miklu hagléli rigndi í Alberta-fylki Kanada á mánudag og olli miklum skemmdum, til að mynda á bílum.
Athygli vekur að sjálf höglin voru gríðarlega stór, og hefur þeim verið líkt við hafnabolta og appelsínur.
Samkvæmt kanadíska ríkissjónvarpinu olli óveðrið í fylkinu skemmdum á um það bil sjötíu bílum.
Þá þurfti lögregla að hjálpa fólki úr skemmdum bílum í skjól. Fram kemur að ekki sé vitað til þess að fólk hafi slasast vegna haglélsins.
Fjöldi fólks hefur deilt myndefni frá vettvangi á samfélagsmiðla sem sýna skemmdirnar og stærð haglanna.
Baseball sized hail out here. #Innisfail #abstorm pic.twitter.com/PZoeSSHKNe
— Tyler Clowes (@TClowesAg) August 2, 2022
Major car damage from the earlier #abstorm. Talked to the owners of the vehicle and they said they got stuck in the core NW of Innisfail pic.twitter.com/itXqs544bK
— Jay Lesyk (@JayLesykWX) August 2, 2022
East of Innisfail. #abstorm pic.twitter.com/2cucOVkR0I
— Matt Melnyk (@melnyk_photos) August 2, 2022