Innlent

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Kjaftasaga er í gangi um að Helga Vala Helgadóttir þingmaður sé stelsjúk og að Hagkaup sé að undirbúa kæru. Hagar hafa staðfest að ekkert er hæft í því.

Helga Vala þarf að verjast kjaftasögum. Fréttablaðið/Jóhanna Andrésdóttir

Allar fréttir um meintan þjófnað Helgu í verslunum Haga hf. eru því ekki á rökum reistar.“ Svo segir í niðurlagi bréfs sem undirritað er af Guðmundi Gunnarssyni, hjá öryggis og eignavörslu Haga. Bréfið er stílað á 16. janúar, sem var í gær.

Kjaftasögur hafa verið í gangi um að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sé stelsjúk. Hún hafi stolið vörum úr verslunum á borð við Hagkaup, Bónus og 10-11. Hún hafi verið staðin að verki í Hagkaupum á dögunum. DV greinir frá þessu.

Ljóst má vera að um kjaftasögur er að ræða. Í bréfinu frá Högum segir. „Undirritaður staðfestir hér með að Helga Vala Helgadóttir hefur ekki verið tekin fyrir refsiverða háttsemi í verslunum Haga hf. né eru til nein gögn um slíkt athæfi. Allar fréttir um meintan þjófnað Helgu í verslunum Haga hf. eru því ekki á rökum reistar.“

Hér er skjáskot af bréfinu, sem Helga Vala fékk í gær. Aðsent

Helga Vala segir við DV að hún hafi síðast í morgun heyrt að hún hefði verið að stela úr 10-11. Málið snúist um sódavatnsflösku. Hún segist hafa heyrt að hún sé stelsjúk og að verið væri að undirbúa kæru til lögreglu fyrir þjófnað úr Hagkaupum.

Helga Vala segist þakklát fyrir að vera þó sökuð um eitthvað sem hún geti hreinsað sig af. Hún veit ekki hver kom sögunni af stað en grunar að það tengist fundinum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem fram fór í gær. Fundurinn var um Klausturupptökurnar en Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa talað um að fundurinn hafi verið pólitískt útspil. Þeir mættu ekki á umræddan fund.

„Manninum mínum finnst þetta ógeðslega óþægilegt og krökkunum mínum ekki skemmtilegt,“ hefur DV eftir Helgu Völu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing