Haf­þór Sæ­vars­son Ciesi­elski furðar sig á um­sögn Klúbbmanna í sinni eigin um­sögn um frum­varp for­sætis­ráð­herra um heimild fyrir bóta­greiðslur vegna sýknu­dóms Hæsta­réttar. Um­sögn Haf­þórs má finna á vef Al­þingis.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í gær­kvöldi segjast þeir Magnús Leopolds­son, Einar Bolla­son og Valdimar Ol­sen ekki fá séð að unnt sé að fallast á bætur til handa Kristjáni Viðari Viðars­syni, ættingjum Sæ­vars Marinós Cieselski og Erlu Bolla­dóttur.

„Sá sem ber ein­hvern röngum sökum gerir það vegna þess að hann hefur eitt­hvað að fela,“ segir meðal annars í um­sögn þeirra, en þeir sátu 105 daga í gæslu­varð­haldi vegna rangra sakar­gifta.

Þeir segja jafn­framt að þeim þyki hug­­myndin um að ein­stak­lingur sem sitji sak­­laus í gæslu­varð­haldi taki upp á því að játa á sig rangar sakir og beri svo í leiðinni rangar sakir upp á fjölda fólks að beiðni lög­­reglunnar „full­komin fjar­­stæða.“

Beri ekki mikið traust til Hæsta­réttar

Í um­sögn sinni segir Haf­þór það kald­hæðin­l­segt og sorg­legt að Klúbb­menn sendi inn um­sögn um málið þar sem þeir leggi á borð til full­trúa þjóðarinnar rangar full­yrðingar.

„Og ekki nóg með það, heldur halda fram að „lausn“ málsins, þ.e. á­byrgð manns­hvarfanna tveggja, megi finna í dóms­morðinu gamla sem hefur þó loks verið fellt úr gildi. Þ.e.a.s. þeir láta að því liggja að faðir minn Sæ­var og Erla á­samt Kristjáni séu sek um sjálf manns­hvörfin eftir sýknu Hæsta­réttar! Þá er nú ekki lagt svo mikið traust til Hæsta­réttar eftir allt saman, eða hvað? Það er gífur­lega kald­hæðnis­legt ekki síður en sorg­legt.“

Haf­þór segir að um­ræddar full­yrðingar krefjist svara en hann segir að um­rædd ráða­gerð, að koma Klúbb­mönnum í gæslu­varð­hald, hafi verið annarra en tví­tugu krakkanna. „Það voru til­teknir ,,rann­sóknar“ aðilar – en ekki krakkarnir tví­tugu - sem vildu fá Klúbb­menn inn í málið,“ skrifar Haf­þór og segir það hafa verið af pólitískum á­stæðum.

Haldi fram full­yrðingum sem hafi verið hraktar

Haf­þór furðar sig jafn­framt á því að enginn hinna undir­rituðu hafi haft fyrr því að heyra í honum. „Í stað þess halda þeir nú fram sömu full­yrðingum og hafa þegar verið hraktar til nefndar Al­þingis!“

„Ég ætla mér ekki einu sinni að minnast á pyntingar í þessari um­sögn, látum bara eins og þær hafi ekki einu sinni átt sér stað, úr nóg er að taka og mikil­vægt að halda til haga.“

Þá segir Haf­þór dóms­morðið gamla hafi verið marg­hrakið, meðal annars af honum en þrátt fyrir það haldi Klúbb­menn því uppi í mál­flutningi sínum og ýji að sekt þeirra.

Um­sögn Haf­þórs í heild sinni.