„Það er á­byrgðar­hlutur að gera rétt í þessu máli. Og ef kláruð er heil hugsun - sem tekur mið af for­sögu og þróun þessara mála - þá ætti margan að gruna að mál þetta tekur engan enda fyrr en það hefur verið gert upp á heiðar­legan máta.“

Þetta skrifar Haf­þór Sæ­vars­son Ciesi­elski, sonur Sæ­vars Ciesi­elski, í um­sögn sinni til alls­herjar-og mennta­mála­nefndar vegna Guð­mundar-og Geir­finns­mála. Hann segir raun­veru­lega bar­áttu vegna málsins snúast um sögu þess.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá lagði Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, fram frum­varp um bætur vegna málanna í septem­ber. Fyrsta um­ræða um frum­varpið á Al­þingi fór fram þann 8. októ­ber síðast­liðinn.

Með laga­setningu yrði ráð­herra veitt heimild til að greiða hinum hinum sýknuðu og eftir­lifandi mökum, ef við á, og börnum þeirra sýknuðu, sem látnir eru, bætur þarf að koma til vegna þeirrar ein­stöku réttar­stöðu sem reis af sýknu­dómnum.

Þröngur hópur vilji láta reyna á alls­herjar þöggun

„Þröngur hópur til­tekinna aðila vill láta reyna á alls­herjar þöggun þessa máls eins mikið og hægt er hverju sinni, með til­heyrandi töfum og af­vega­leiðingu frá kjarna málsins á hverju skrefi sem dugar að­eins tíma­bundið,“ skrifar Haf­þór.

Hann segir aðra vilja gera málið upp „90% svo lengi sem það snerti ekki það sem þeir vilja fela: Klúbb­málið, frum­rann­sóknina, stjórnm ála­flokkanna, á­trúnaðar­goð sitt af sviði stjórn­málanna, er­lendar tengingar, heiður til­tekinna blaða­manna, dómara, rann­sóknar­aðila o.s.frv.“

Hann segir þá aðila sem tengjast málunum „á ó­þægi­legan hátt“ hins vegar ekki vera kerfið. Kerfið hafi sjálft verið svikið og brotið með málinu.
„Upp­lýsing sögu þessa máls stendur með ,,kerfinu" en gegn svikurum stjórn­skipunarinnar þó margir fegri sig með á­sýnd þess að vera sér­stakir varð­hundar ,,kerfisins". Þeir eru það ekki, heldur sam­verka­menn sann­kallaðra glæpa­manna.“

Um­mæli þing­manna von­brigði

Þá segir Haf­þór að það hafi verið viss von­brigði að heyra um­mæli margra þing­manna um að málið eigi ekki heima á sviði stjórn­málanna. Hann segir að það verði að horfa á það að á­byrgð stjórn­mála­flokka hafi verið mikil.

„Á það verður hins vegar að horfa, að á­byrgð stjórnm ála­flokka og manna á árum áður er mikil, á því hvernig fó r sem raun­veru­lega fór. Og þegar réttar­kerfi bregst með jafn af­gerandi hæ tti - sem er ekki hægt ein­vörðungu að segja að sé ,,popúlísk" skoðun eftir að Hæsti­réttur sýknaði fyrrum sak­borninga í fyrra - þá er ekki síður á­byrgð full­trúa fólksins í landinu að bregðast við.“

Því næst spyr Haf­þór hvers virði Al­þingi sé verði rang­lætinu leyft að líðast.

„Ef rang­læti ofan á rang­læti ofan á rang­læti á að líðast í næstum hálfa öld, styrkt af stjórn­mála­flokkum, við­haldið af dóms­kerfinu, þaggað af RÚV og svo enn þann dag í dag talið ó­við­eig­andi viður­eignar af full­trúum al­mennings í landinu sem eru svo ,,fínir" að telja sig í raun yfir það hafna að veita hand­höfum opin­bers valds lág­marks að­hald þegar það heldur á­fram of­sóknum sínum á til­teknar fjöl­skyldur þessa lands til þess að hylma yfir glæpi sinnar for­tíðar (og nú­tíðar): Hvers virði er þá stofnun eins og Al­þingi?“

Um­sögn Haf­þórs í heild sinni