Hagstofa Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem varað er við tölvupósti sem er sendur í nafni Hagstofunnar. Um er að ræða svikapóst.

Kemur þetta fram á vef Hagstofunnar.

Svikapósturinn sem um ræðir snýst um að Hagstofan sé að deila efni með einstaklingum með tenglum en Hagstofan áréttar mikilvægi þess að eyða póstinum og smella ekki á tenglana í tilkynningunni.

Nokkrir einstaklingar hafa haft samband við Hagstofuna vegna póstsins og má búast við að fleiri einstaklingar eigi von á slíkum pósti á næstunni.