Hafnarfjörður

Hafnfirðingar skilað helmingi lóða

„Við höfum verið að fá ábendingar frá fólki um að þetta tengist íþyngjandi skilmálum sem þarna eru,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún og fleiri fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa lýst áhyggjum sínum af hversu mörgum lóðum, sem úthlutað var í Skarðshlíðarhverfi í haust, hefur verið skilað.

Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af því hversu mörgum lóðum sem úthlutað var í Skarðshlíð hefur verið skilað. Fréttablaðið/Eyþór

Aðspurð segir Adda María að samantekt hennar á þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í bæjarráði og varða einbýlis- og parhúsalóðir sem hefur verið skilað, sýni að það sé um helmingur lóðanna.

„Það var um 20 lóðum úthlutað í september síðastliðnum en um tíu til ellefu þeirra var skilað.“

Einhverjum þeirra hefur síðan verið endurúthlutað til umsækjenda á biðlista en á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag var enn verið að taka fyrir skil á lóðum í hverfinu. Adda María segir þetta óvenjulegt og að vísbendingar séu um skýringar. Í einhverjum tilfellum geti verið um fjármögnunarvanda að ræða en ábendingar hafi borist um að skilmálar er varða meðal annars efnisval á hús og svokallaða djúpgáma hafi vegið þungt í mörgum tilfella.

Djúpgámar eru sameiginlegar, innbyggðar og niðurgrafnar sorpgeymslur fyrir nokkur hús í sömu götu. Nokkuð sem fólki hafi greinilega fundist óþægilegt.

Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Getty

„Þarna er um að ræða einbýlis- og parhús og fólk vill kannski losna við slíkt samkrull og vera út af fyrir sig. Það hafa verið athugasemdir gerðar við að utan um þessa gáma þurfi að stofna húsfélög, þetta sé aukinn kostnaður og fólk þurfi sjálft að standa straum af þrifum og þess háttar.“

Adda María segir meirihlutann hafa lýst því yfir að þessi mál séu í endurskoðun.

„Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ef þau ætla að endurskoða þessa skilmála núna sé það svolítið súrt í broti fyrir þá sem þegar eru búnir að skila lóðunum á þessum forsendum.“

Þá hafi verktaki skilað lóðum þar sem dregist hafi fram úr hófi að setja rafmagnslínur sem liggja yfir ysta hluta hverfisins í jörðu.

„Þetta er mjög miður því okkur veitir sannarlega ekki af að úthluta lóðum því það hefur nánast ekkert gerst í þeim efnum í langan tíma og þetta hverfi var þannig séð tilbúið fyrir hrun.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Hafnarfjörður

Vita um hættuna en taka samt sénsinn

Hafnarfjörður

Forræðishyggja á gamlárskvöld

Hafnarfjörður

Fyrrverandi bæjarfulltrúi krefst milljóna

Auglýsing

Nýjast

Engin ný smit: Hefja hefð­bunda bólu­setningu á ný

Bilun hjá Reiknings­stofu bankanna

Starfs­fólk WOW tekur höndum saman

Jeppa­fólk í vand­ræðum á Lang­­jökli

Óháð rannsókn á hryðjuverkunum í Christchurch

Toyota vinnur að annarri kynslóð GT86

Auglýsing